Fara í efni

Hertz stefnir að umhverfisvottun

Hertz
Hertz

Stjórn Hertz bílaleigunnar hefur ákveðið að hafist verði handa við fyrirtækið verði vottað samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001 í upphafi ársins 2008. Nú þegar, hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið UMÍS ehf. Environice um ráðgjöf í tengslum við verkefnið.

Þegar hefur verið hafist handa við verkefnið þar sem Hertz mun í sumar taka inn í flotann  blendingsbílinn Toyota Prius. Jafnframt hefur Hertz fest kaup á 3 vetnisbílum sem munu koma til landsins í byrjun september á þessu ári.

Mynd. Anne Maria Sparf umhverfisfræðingur og ráðgjafi Hertz í verkefninu, ásamt Margréti Líndal markaðs- og gæðastjóra og Björgvin Njáli framkvæmdastjóra Hertz.