Hótel Bifröst þátttakandi í Vakanum
Guðveig Eyglóardóttir og Anna Halldórsdóttir frá Hótel Bifröst með viðurkenningu Vakans.
Í dag fékk Hótel Bifröst gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Bifröst nú sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Óskum við öllum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Rekja má sögu ferðaþjónustu á Bifröst allt aftur til ársins 1955. Margir Íslendingar þekkja til þessa sögulega staðar og hafa komið við og dvalið þar í lengri eða skemmri tíma í gegnum tíðina. Í dag er Hótel Bifröst rekið allt árið og býður uppá 51 rúmgóð og vel búin herbergi í byggingu sem var reist árið 2004. Gestamóttaka og veitingasalur er staðsett í upprunalegu húsakynnunum.
Hótel Bifröst hóf umsóknarferlið hjá VAKANUM árið 2015. „Með þátttöku í Vakanum kristallast vilji okkar til að veita gestum okkar framúrskarandi þjónustu sem einkennist af fagmennsku og þekkingu. Með símenntun starfsmanna og skýrri stefnu í mannauðsmálum fyrirtækisins skapast forendurnar til jákvæðrar upplifunar fyrir gesti okkar. Það er okkur mikið ánægjuefni að fá að vera hluti af Vakanum og því markmiði að bæta fagmennsku í ferðaþjónustu hér á landi,“ segir Guðveig Eyglóardóttir, hótelstjóri Hótel Bifrastar.