Hótelgistingin of ódýr í Danmörku?
31.08.2005
Að mati samtaka hótela og veitingahúsa í Danmörku (Horesta) er hótelgisting í Kaupmannahöfn of ódýr. Samtökin vilja beita sér fyrir hærra verði til þess að bæta hag hótela sem mörg hver eiga við fjárhagsvanda að stríða.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu. Í dag kostar næturgisting á fjögurra stjörnu hóteli að jafnaði 2.000 krónum meira í Stokkhólmi en í Kaupmannahöfn. Stóraukið framboð á gistirými telja samtökin helstu ástæðuna fyrir þessu lága verði. Einnig hafa viðskiptaferðalög minnkað eftir hryðjuverkaárásinar í New York 2001 og hár virðisaukaskattur í Danmörku kemur jafnframt niður á hótelunum.