Hvergi betra að búa en á Íslandi
30.06.2006
Valgeir veiðir
Í vefútgáfu breska blaðsins Guardian var í gær greint frá niðurstöðum athugunar hagfræðinga við tvo háskóla þess efnis að hvergi sé betra að búa á jörðinni en á Íslandi.
Fleiri breskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðustu daga. Þarlendir fjölmiðlar hafa m.a. sett sig í samband við Ferðamálastofu til að spyrjast fyrir um ástæður þessara miklu lífsgæða hérlendis.
Með því að mæla þætti sem teljast til lífsgæða, svo sem lífslíkur, menntunarstig og almenna velmegun er Ísland á toppi ?alþjóðlega hamingjuskalans? hjá hagfræðingunum tveimur. Næst á eftir kemur Ástralía. Á hinum endanum má hins vegar finna Rússland, Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu.