Fara í efni

Hversu margar stjörnur?

Hotelmyndir
Hotelmyndir

Gæði gistingar er lykilatriði við skipulagnigu ferðalaga. Því hefur Ferðamálastofa á undanförnum árum haft frumkvæði að samræmdri gæðaflokkun gistingar með stjörnugjöf, bæði gististaða og tjaldsvæða. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við Ferðaþjónustu bænda um viðurkenningu á þeirra gæðaflokkunarkerfi.

Fullyrða má að flokkunin hafi þegar orðið gistiþjónustu á Íslandi til verulegs framdráttar. Um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gististað því þó svo að þau atriði sem tekin eru inn í slíka stjörnugjöf geti verið mismunandi á milli landa þá hefur hún alþjóðlega merkingu og hjálpar fólki að velja sér gistingu í þeim gæðaflokki sem það óskar. Slíkt kemur sér vel fyrir bæði gesti og gististaði.

Á ferðavefnum www.ferdalag.is má fá nánari upplýsingar um gæðaflokkun gistingar og þá staði sem taka þátt í flokkuninni, bæði gististaði og tjaldsvæði.