Iceland Express kynnir sumaráætlun til Evrópu
Iceland Express mun fjölga sumaráfangastöðum sínum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Varsjá er nýr áfangastaður Iceland Express auk þess sem Barcelona bætist í hóp sumaráfangastaða en flugfélagið hóf að fljúga til Barcelona nú í haust. Sala hófst í dag á farmiðum til Evrópu næsta sumar.
Auk Varsjár og Barcelona mun Iceland Express fljúga til allra áfangastaðanna sem flogið var til nú í sumar, en þeir eru Alicante, London, París, Eindhoven, Frankfurt Hahn, Basel, Friedrichshafen, Berlín, Billund, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmur og Ósló.
Þar að auki mun áframhald verða á flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaupmannahafnar. Þetta verður því þriðja sumarið sem Iceland Express flýgur millilandaflug frá Akureyri og annað sumarið sem beint flug verður milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar.
?Það er afar ánægjulegt að bæta við áfangastöðum í Evrópu enn eitt árið. Stefna Iceland Express er að auka stöðugt samkeppni á flugmarkaði og gera almenningi sífellt auðveldara að komast til útlanda. Viðtökurnar hafa sýnt að við erum á réttri leið, Iceland Express hefur aldrei flutt jafn marga farþega og í ár og sumaráætlun okkar 2008 ber þess merki að við ætlum að gera enn betur á næsta ári,? segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í frétt frá félaginu.