Iceland Express tilkynnir fjölgun áfangastaða
01.09.2005
Jón Karl kosinn formaður SAF
Frá og með næsta vori mun Iceland Express fjölga áfangastöðum sínum í úr þremur í níu. Frá þessu er greint í frétt mbl.is. Staðirnir sem við bætast eru á Norðurlöndunum og Þýskalandi.
Félagið flýgur nú á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar, London og Frankfurt-Hahn í Þýskalandi. Þeir staðir sem bætast við eru Bergen í Noregi, Stokkhólmur og Gautaborg í Svíþjóð og Hamborg, Berlín og Friedrichshafen í Þýskalandi. Til að byrja með verður flogið tvisvar til fjórum sinnum í viku á nýju áfangastaðina og mun félagið bæta einni flugvél við flugflota sinn vegna þessa.