Icelandair að kaupa tékkneskt flugfélag
11.05.2007
Icelandair lógó
Icelandair er að kaupa stærsta einkarekna flugfélag Tékklands. Stjórnendur Icelandair Group tilkynntu þetta í morgun. Félagið heitir Travel Service, er með höfuðstöðvar í Prag og hefur 550 starfsmenn.
Félagið flutti 1,8 miljónir farþega í fyrra en það er svipaður fjöldi og hjá Icelandair. Félagið stendur í hefðbundnu leiguflugi en á að auki lágjaldaflugfélagið Smart Wings. Stjórnendur segja að velta Icelandair group aukist um 30% eftir kaupin. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir kaupsamninginn í næsta mánuði.