Iðgjald til Ferðatryggingasjóðs verður 2,5%
09.06.2023
Samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun skal iðgjald til Ferðatryggingasjóðs nema á bilinu 2,5-10% af fjárhæð tryggingar til Ferðamálastofu og er stjórn sjóðsins falið það hlutverk að ákvarða það árlega. Eignir sjóðsins eru yfir lögbundinni lágmarksstærð og hafa útgreiðslur úr sjóðnum á grundvelli tryggingarverndar hans verið óverulegar.
Stjórn Ferðatryggingasjóðs hefur því ákveðið að iðgjald til sjóðsins vegna yfirstandandi rekstrarárs verði 2,5%. Það er mat stjórnar að komi til aukinna greiðslna úr sjóðnum eða rekstraráhætta ferðaskrifstofa eykst komi til álita að hækka iðgjald til sjóðsins við næstu iðgjaldsákvörðun, þ.e. fyrir 1. júlí 2024. Slík ákvörðun hefði ekki áhrif á iðgjaldaákvörðun þessa árs.