Ísland - allt árið; þér er boðið
Undirskrift og kynning á markaðsverkefninu „Ísland - allt árið" fer fram mánudaginn 10. október í Hörpu kl. 13-13:45.
Aðstandendur „Ísland – allt árið“ munu þá undirrita samning um verkefnið, og iðnaðarráðherra mun kynna haustátak verkefnisins sem stendur fram að áramótum.
Allir eru velkomnir á kynninguna, en vinsamlega skráið þátttöku á netfangið islandstofa@islandsstofa.is
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú ár í markaðsverkefni í vetrarferðaþjónustu, gegn mótframlagi frá einkaaðilum. Aðstandendur verkefnisins eru iðnaðarráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Icelandair, Reykjavíkurborg, Isavia, Samtök ferðaþjónustunnar, og Samtök verslunar og þjónustu. Íslandsstofa mun annast framkvæmd verkefnisins, en alls hafa rúmlega 100 fyrirtæki staðfest þátttöku.
Verkefnið er samþætt markaðsverkefni sem miðar að því að efla vetrarferðaþjónustu og jafna árstíðarsveiflu í íslenskri ferðaþjónustu. Verkefnið mun byggja á grunni vörumerkisins Inspired by Iceland.