Fara í efni

Ísland allt árið ? þróunarsjóður

vetrarkonnun9
vetrarkonnun9

Nú hefur öðru sinni verið auglýst eftir umsóknum fyrir Ísland allt árið – þróunarsjóð. Markmið styrkjanna er að styðja við átakið Ísland allt árið með því að auka hæfni fyrirtækja tengdum ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan háannatíma ferðmannatímabilsins og auka arðsemi fyrirtækja.

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið komu þróunarsjóðnum á fót til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið sem er þriggja ára verkefni ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi.

Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til og með 23. október 2012. Styrkir að þessu sinni nema um 30 milljónir króna.

Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar og Landsbankans

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com