Ísland umfjöllunarefni National Geographic
04.03.2008
National Geographic
Tuttugu og átta síðna grein um Ísland er meðal efnis í nýjasta tölublaði hins víðlesna tímarits National Geographic Magazine. Tímaritið kemur út í um 5 milljónum eintaka og er dreift um allan heim.
Greinin fjallar um þær breytingar sem hafa orðið á Íslandi síðustu öldina, m.a. orkumálin, álverin, og hvernig þessi litla þjóð hefur skapað sér lífskjör meðal þess besta sem gerist. ?Í heildina er þetta mjög jákvæð grein fyrir Ísland, mikið myndskreytt og er m.a. þriggja síðna ?fold-out? frá Mývatnssveit,? segir Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í N.-Ameríku. Að sögn Einars kostar heilsíðuauglýsing litla 175 þúsund dollara, eða tæpar 12 milljónir króna, og geta menn síðan skemmt sér við að meta auglýsingagildi þessara 28 síðna.