Fara í efni

Íslendingar friðsamastir þjóða

Umhverfisvottun
Umhverfisvottun

Ísland trónir á toppi ?friðarvísitölunnar 2008?, eða Global Peace Index. Friðarvísitalan er gefin út af stofnun sem nefnist Vision of Humaity og þar er 121 þjóð flokkuð með hliðsjón af friðarhugtakinu.

Vísitalan samanstendur af 24 þáttum og tekur bæði á innri og ytri þáttum í skipulagi og starfsemi þjóðfélagsins, allt frá útgjöldum til hermála til samskipta við nágrannaþjóðir og stöðu mannréttindamála. Á heimasíðu Vision of Humaity er fullyrt að sérfræðingar á ýmsum sviðum hafi komið að ákvörðun á samsetningu vísitölunnar og hún geti verið mikilvægt hjálpartæki og leiðarljós í þeirri viðleitni að auka frið í heiminum. Norðurlöndin virðast vera friðsamur staður að búa á, ef dæma má af vísitölunni, þar sem frændur okkar Danir og Norðmenn verma annað og þriðja sætið. Heimasíða Vision of Humaity