Fara í efni

Íslensk ferðaþjónusta kynnt á ITB í Berlín

ITB2004
ITB2004

Internationale Tourismus-Börse (ITB), sem er ein stærsta ferðasýning í heimi hefst í dag í Berlín og stendur fram á þriðjudag. Íslensk ferðaþjónusta verður þarna kynnt með öflugum hætti, eins og jafnan áður.

 

Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug og hefur Ferðamálaráð Íslands tekið þátt í henni frá upphafi. Að þessu sinni kynna 20 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þjónustu sína á sýningunni, ásamt Ferðamálaráði sem skipuleggur þátttökuna. Auk fyrirtækja sem taka þátt sem sýnendur koma einnig þó nokkur fyrirtæki í viðskiptaerindum frá Íslandi. Þátttakendur frá um 150 löndum eru mættir til Berlínar og því ljóst að samkeppnin um ná hylli ferðamanna er hörð.

Frá ITB í Berlín í fyrra. Ljósmynd Ársæll Harðarson.

 

Skandinavian Travel Award
Líkt og undanfarin ár verða ferðaverðlaunin Skandinavian Travel Award veitt á ITB. Að verðlaununum stendur tímaritið Nordis-Magazin í samvinnu við Ferðamálaráð Norðurlandanna. Markmið Skandinavian Travel Award er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu. Verðlaunin veita jafnframt verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Dómnefndina skipa ferðablaðamenn, markaðssérfræðingar og f ferðasérfræðingar. Þó nokkur íslensk fyrirtæki hafa hlotið verðlaunin.

 

Listi yfir íslensk fyrirtæki á ITB 2005 (PDF-skjal)