Jákvæðni gagnvart ferðamönnum
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-30. mars. Niðurstöður voru kynntar á fjölsóttum fundi um ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar í gær.
Einungis 2,3% íbúa segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu, þar af segjast 2% fremur neikvæð og 0,3% mjög neikvæð. Um 70% segja fjölda ferðamanna í sínu hverfi vera hæfilegan yfir sumarmánuðina og athygli vekur að fleiri segja fjöldann vera of lítinn en of mikinn. Þegar spurt var um fjölda ferðamanna í miðborginni telja tveir af hverjum þremur hann vera hæfilegan.
Fjölmargar aðrar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnuninni en Maskína sá um framkvæmd og úrvinnslu. Könnunin í heild er aðgengileg hér að neðan.