Jóhannes í Fjörukránni valinn Ferðafrömuður ársins 2005
Útgáfufélagið Heimur stóð fyrir vali á Ferðafrömuði ársins 2005 við setningu sýningarinnar Ferðatorgs 2006 í Fífunni í Kópavogi síðastliðinn föstudag. Titilinn hlaut Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar, Fjörugarðsins og Hótel Víkings í Hafnarfirði.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti Jóhannesi viðurkenningarskjal að lokinni setningarathöfn Ferðatorgsins en þetta var í þriðja sinn sem Heimur stóð fyrir slíkri útnefningu. Jóhannes þótti af dómnefnd hafa sýnt ?einstaka athafnasemi, frumkvæði, metnað og framúrskarandi árangur? og telur hún hann hafa með hugmyndaauðgi nýtt sögu og menningararfleifð Íslendinga til að skapa einstakt fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Á myndinni er Jóhannes með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Svhildi Konráðsdóttur, sem átti sæti í dómnefnd ásamt Sævari Skaptasyni og Ottó Schopka.