Katrín Júlíusdóttir nýr ráðherra ferðamála
11.05.2009
Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir tók í gær við sem iðnaðarráðherra af Össuri Skarphéðinssyni. Hún er þar með nýr ráðherra ferðamála. Starfsfólk Ferðamálastofu býður Katrínu velkomna til starfa í ráðuneytinu og hlakkar til samstarfsins.
Katrín hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 1993 og er nú 4. þingmaður suðvesturkjördæmis. Hún hefur setið í ýmsum nefndum þingsins og verið formaður iðnaðarnefndar frá árinu 2007.
Æviágrip á vef Alþingis