Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey kynnt
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti í fyrra samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Niðurstaða dómnefndar var kynnt í dag.
Kúla sem færð veður árlega
Dómnefnd var einróma um vinningstillöguna sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda. Verkið er grásteinskúla, þrír metrar í þvermál. Kúlunni er ætlað að standa á heimskautsbaugnum þar sem hann er hverju sinni, en samkvæmt útreikningum færist hann til á hverju ári vegna sk. pólriðu jarðar. Kúlunni er velt á rétta breidd að vori ár hvert og þokast hún þannig norður af eyjunni nálægt árinu 2047.
Styrkja stöðu Grímseyjar sem nyrsta odda landsins
Leitað var að myndrænu tákni fyrir eyjuna sem gæti orðið að aðdráttarafli í sjálfu sér og hægt væri að nota á ólíka vegu, t.d. við gerð minjagripa. Kennileitinu er ætlað að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda Íslands, á heimskautsbaugnum. Unnið verður með vinningshafa að frekari hönnun og útfærslu tillögunnar. Samkeppnin fór fram samkvæmt samkeppnislýsingu, fylgigögnum og samkeppnisreglum Hönnunarmiðstöðvar Íslands.