Fara í efni

Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi 2011-2012

Könnun
Könnun

Ferðamálastofa hefur samið við markaðsrannsóknafyrirtækið MMR um að gera könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu júní 2011 til maí 2012.

Liður í reglubundinni gagnasöfnun
Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um ferðir erlendra gesta til landsins, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun erlendra ferðamanna á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Könnunin er liður í reglubundinni gagnasöfnun Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi og er með henni leitast við að afla upplýsinga sem að gagni koma við ákvörðunartöku og uppbyggingu í greininni.

Framkvæmd og úrvinnsla
Um er að ræða netkönnun sem send er á netföng sem safnað er með skipulögðum hætti meðal erlendra ferðamanna á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar. Við framkvæmd og úrvinnslu er ferðaárinu skipt í tvö tímabil, sumar (júní-ágúst 2011) og vetur (sept.2011-maí 2012). Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr sumarkönnun liggi fyrir í október 2011 og í byrjun júlí 2012 fyrir niðurstöður úr vetrarkönnun.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu oddny@ferdamalastofa.is

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com