Fara í efni

Kraftur í ferðamálum á Vestfjörðum

Á þriðjudagskvöldið boðaði Ferðamálaráð til fundar á Ísafirði um starfsemi Ferðamálaráðs og ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Mjög góð mæting var á fundinn og líflegar umræður sem sýnir að mati formanns Ferðamálaráðs þann kraft sem er í ferðaþjónustu á svæðinu.

Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, setti fundinn og ræddi almennt um ferðaþjónustu og vægi hennar. Þá fór Magnús Oddsson ferðamálastjóri yfir starfsemi stofnunarinnar og hvernig ferðþjónustuaðilar og aðrir hagsmunaðilar á Vestfjörðum geti nýtt Ferðamálráð sér til framdráttar og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, fjallaði um niðurstöður markaðskannana, greininga og rannsókna sem Ferðamálaráð hefur látið vinna. Þá fjallaði Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um markaðsgreiningar AtVest, Markaðsáætlun og framtíð markaðsstarfs.

Miklir vaxtarmöguleikar
?Þetta var að mínu mati mjög góður fundur, vel sóttur og endurspeglaði þann áhuga Vestfirðingar hafa á atvinnugreininni. Menn sjá augljóslega mikla möguleika í ferðaþjónustu á svæðinu,? segir Einar K. Guðfinnsson.
Hann bætir við að e.t.v. megi segja að svæðið hafi farið seinna af stað en önnur landssvæði í þróun ferðamennsku en einmitt þess vegna séu vaxtarmöguleikar fyrir vestan meiri en víðast annars staðar. ?Þá er spennandi að sjá hvernig menn eru að stilla saman strengi í markaðsmálum með stofnun Markaðsstofu Vestfjarða enda má segja að á þeim vettvangi sé heilmikið starf óunnið. Kannanir Ferðamálaráðs hafa t.d. sýnt að Vestfirðir eru það svæði sem Íslendingar eru spenntastir fyrir að heimsækja og því þarf bæði að auka þekkingu á svæðinu og því hversu auðvelt í raun er að komast þangað. Þannig blasa bæði tækifæri og áskoranir við vestfirskum ferðaþjónustuaðilum,? segir Einar.

Á myndinni eru þeir Ársæll Harðarson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Magnús Oddsson.
©Ferðamálaráð/VÞH