Kynning á ferðamálanámi í Menntaskólanum í Kópavogi
Laugardaginn 11. mars nk. verður opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi frá kl. 12 ? 16. Kynning á ferðamálanámi í MK fer fram í stofu N12 í norðurálmu.
Ferðamálaskólinn kynnir starfstengt ferðafræðinám og flugþjónustunám ásamt ferðalínu til stúdentsprófs.
Leiðsöguskólinn kynnir nám fyrir verðandi leiðsögumenn, þ.e. nám í almennri leiðsögn, gönguleiðsögn og afþreyingarleiðsögn.
Ferðagetraun fyrir alla - vegleg verðlaun. Nemendur keppa í ferðakynningum og hljóta að launum þátttökurétt í keppni á vegum Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem haldin verður á Írlandi í nóvember.
Jarðfræðingur fer með gesti í skoðunarferðir um Kópavog. Lagt verður af stað með rútu frá MK (frá Digranesvegi) kl. 13.00, 14:00 og 15:00.
Ýmislegt sem kitlar bragðlaukana verður í boði um allan skólann.