Kynningarfundir um allt land á þróunarsjóði "Ísland - allt árið"
Ísland allt árið er þriggja ára verkefni sem ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við átakið meðal annars með því að auka hæfni fyrirtækja tengdum ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.
Landsbankinn og Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa f.h iðnaðarráðuneytis í samstarfi við aðra hagsmunaaðila halda opna kynningarfundi um land allt 21. til 24. nóvember næstkomandi.
Dagskrá kynningarfunda:
Tími 12:30-13:30 á öllum stöðum
21. nóv – Egilsstaðir - Hótel Hérað
22. nóv – Akureyri– Borgir við Norðurslóð – anddyri
22. nóv – Akranes –Gamla kaupfélagið
23. nóv – Reykjavík –Grand Hótel
24. nóv – Selfoss –Hótel Selfoss
24. nóv – Ísafjörður- Þróunarsetur Vestfjarða
Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér sjóðinn nánar.