Laxnes til liðs við VAKANN
14.12.2012
laxnes
Laxnes hestaleiga bættist í gær í þátttakandahóp í gæðakerfis VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Fjölskyldufyrirtæki með langa sögu
Laxnes er fyrsta hestaleigan í VAKANUM en fyrirtækið á langa sögu í ferðaþjónustu hérlendis og hefur þjónað þúsundum erlendra sem innlendra ferðamanna í gegnum árin. Hjónin Þórarinn Jónasson og Ragnheiður Gíslason stofnuðu hana árið 1968 og hefur fyrirtækið frá upphafi verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra. Á meðfylgjandi mynd eru þeir feðgar, Þórarinn Jónasson og Haukur Þórarinsson, er þeir veittu viðurkenningu VAKANS viðtöku í gær.
Fleiri á lokametrunum
Á næstunni mun halda áfram að fjölga í hópi VAKA-fyrrtækja þar sem nokkrir aðilar eru að ljúka úttektarferli sínu.