Leiðbeiningamyndbönd um útfyllingu bóhaldsgagna
26.03.2020
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Útbúin hafa verið tvö ný leiðbeiningamyndbönd til aðstoðar þeim sem annað hvort eru að sækja um ný ferðaskrifstofuleyfi eða skila inn árlegum gögnum vegna endurmats tryggingarfjárhæðar.
Þegar sótt er um ferðaskrifstofuleyfi þarf að skila bókhaldsgögnum vegna ákvörðunar um fjárhæð tryggingar. Áþekkum gögnum þurfa handhafar ferðaskrifstofuleyfa að skila einu sinni á ári. Bókhaldsgögnin eru á Excel-formi sem umsækjandi þarf að byrja á að vista á eigin tölvu, fylla út og senda með umsókn sem viðhengi.
Erla Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu leiðbeinir í myndböndunum um útfyllingu þessara gagna.