Lokun neðri gönguleiðar að Gullfossi
16.11.2012
Gullfoss vetur
Umhverfisstofnun hefur, eins og undanfarin ár, ákveðið að loka tímabundið neðri gönguleið að Gullfossi vegna mikillar hættu sem getur skapast þar yfir vetrartímann af völdum hálku og snjóalaga.
Stígnum verður lokað frá og með 16.nóvember þar til aðstæður verða betri. Sett verða upp skilti sem útskýra lokunina og varað við þeirri hættu sem þarna getur skapast á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.
Það er eindregin ósk Umhverfisstofunar að þessari lokun verði mætt með skilningi af ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum sem fara með fólk að fossinum. Frekari upplýsingar fást hjá Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur hjá deild náttúruverndar á Umhverfisstofnun.
Mynd: Gullfoss að vetri
Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com