Fara í efni

Lundinn skoðaður í rauntíma

Lundar
Lundar

Í Ystakletti í Vestmannaeyjum hefur nú verið komið fyrir vefmyndavél þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lundabyggðinni. Þannig getur nú fólk hvar sem það er statt í heiminum fylgst með búskap þessa skemmtilega fugls.

Vefmyndavélin er þannig gerð að hún sendir út í rauntíma, lifandi myndir, ólíkt flestum vefmyndavélum sem taka ljósmynd með ákveðnu millibili. Sá sem fer á vefslóð myndavélarinnar getur að auki stjórnað henni, þ.e. snúið og breytt aðdrætti. Notandinn hefur stjórn á vélinni í eina mínútu í hvert sinn og þá er næsta gesti hleypt að.

?Þessi vél hefur verið til í nokkurn tíma og hægt að fylgjast með útsendingum hennar á Náttúrugripasafninu. Það var síðan Einar Gústavsson hjá Ferðamálstofu í New York sem hvatti okkur áfram við að koma útsendingunum á Netið þannig að allir fengju notið þeirra. Þegar upp var staðið var það raunar minna mál en við ætluðum,? segir Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og markaðsfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hún segir að gestum sem heimsækja vélina fjölgi stöðugt og því ljóst að þetta sé komið til að vera.

Opna vefmyndavél í Ystakletti