Málstofur um ferðamál hjá viðskiptadeild HA
23.02.2005
logoUNAK
Á næstunni gengst viðskiptadeild Háskólans á Akureyri fyrir tveimur málstofum þar sem ferðamál verða til umfjöllunar.
Sú fyrri er á dagskrá þann 4. mars næstkomandi kl. 12:10. Þar mun Bergþóra Aradóttir, sérfræðingur við Ferðamálasetur Íslands, fjalla um þróun ferðamannastaða í óbyggðum. Síðari málstofan tengd ferðamálum er á dagsskrá 15. apríl kl 12:10. Þar mun Jónína Guðmundsdóttir, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, fjalla um þróun mannauðs í ferðaþjónustu og samanburð á milli Íslands og Skotlands. Nánar á vef Háskólans á Akureyri.