Málþing um hjólaferðamennsku á föstudaginn
21.02.2012
hjolakona
Skráning stendur nú yfir á málþingið næstkomandi föstudag 24. febrúar þar sem fjallað verður um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri.
Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Meðal fyrirlesara eru tveir erlendir aðilar með sérþekkingu á málaflokknum. Málþingið er haldið í húsnæði Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík kl. 10:30 -15:30.
Sent út á netinu
Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með málþinginu í beinni útsendingu á Netinu. Þeir sem ætla að nýta vefsútsendingu þurfa ekki að skrá sig sérstaklega.