Málþing um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum
07.05.2012
Háhitasvæði
Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí næstkomandi í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir!
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi.
Dagskrá málþings (PDF)
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com