Metaðsókn að ferðamáladeild Hólaskóla
Nú í haust mun 51 nemandi hefja nám við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Um er að ræða þrjár námsbrautirnar sem allar eru boðnar í fjarnámi með staðbundum lotum en nemendur geta líka stundað staðbundið nám og búið í háskólaþorpinu Hólum í Hjaltadal.
Námsbrautirnar eru diplóma í ferðamálafræði (90 ECTS), diplóma í viðburðastjórnun (60 ECTS) og BA nám í ferðamálafræði (180 ECTS). Um síðustu áramót brugðust íslenskir háskólar við áskorun um að taka nemendur inn í nám um áramót vegna óvissunnar á vinnumarkaði. Í fret frá Hólaskóla segir að fyrirspurnir á þessu ári sýni að þörfin fyrir að hefja nám um áramót sé enn mikil. Daglega berast fyrirspurnir frá fólki sem vill hefja nám. Næsti umsóknafrestur í ferðamáladeild Háskólans á Hólum er 30. október fyrir þá sem vilja hefja nám í janúar 2010.