Fara í efni

Metaðsókn að World Travel Market 2005

Tölur um aðsókn að World Travel Market í London liggja nú fyrir. Alls voru 49.000 þúsund manns sem sóttu sýninguna  eða rúmlega 5% fleiri en í fyrra, þannig að um metaðsókn er að ræða.

Þá er líklegt að af hinum  13.193 Meridian Club gestum, en það eru kaupendur sem eru boðnir ?  hafi aukningin verið 2% milli ára og í heild voru það 11% fleiri erlendir (overseas) gestir sem þáðu Meridian Club boðið. Áhugi fjölmiðla  jókst einnig og voru þeir gestir 2.909 talsins sem samsvarar 7% aukningu á milli ára. 

Sérstök dagskrá var í boði fyrir ráðherra ferðamála  sýningarlandanna og rúmlega 60 ráðherrar mættu. Þeir voru viðstaddir opnunarhátíð í ExCel sýningarhöllinni og síðan boðnir í sérstaka móttöku í House of Lords ásamt sendiherrum landa sinna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sótti sýninguna eins og fram hefur komið og einnig Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson.

Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs Íslands á Bretlandsmarkaði, sá líkt og undanfarin ár um undirbúning og framkvæmd á þátttöku Íslands. Hún hefur sótt World Travel Market til fjölda ára og segir ánægjulegt að sjá hversu sýningin sé að vaxa.  ?Stærsta breytingin varð árið 2002 þegar sýningin var flutt í hina nýju og glæsilegu sýningarhöll ExCel í Docklands þar sem öll aðstaða er alveg frábær. Með þessari breytingu gafst kostur á að þróa sýninguna áfram. World Travel Market er mikilvæg fyrir íslenska ferðaþjónustu og markmiðið með þátttökunni er auðvitað fyrst og fremst að skapa aukin viðskipti. Ég heyri ekki annað á íslensku þátttakendunum en að þeir séu ánægðir með árangurinn enda var nóg að gera á íslenska sýningarsvæðinu alla dagana,? segir Sigrún.

Þau íslensku fyrirtæki sem tóku þátt í WTM í ár voru: Icelandair; Icelandair holidays; Iceland Travel; Hertz; Icelandair Hotels; Reykjavik Excursions; Hotel Borg / Keahotels; Iceland Excursions ? Gray Line; Bláa lónið; Visit Reykjavik; Snæland Grimsson; Iceland Express; Ferðaþjónusta bænda; Guðmundur Jónasson og Flugfélag Íslands.

Starfsfólk fyrirtækjanna gerði sér glaðan dag eftir ánægjuleg viðskipti á þriðjudeginum og eru meðfylgjandir mynd tekin við það tækifæri. Nánar má lesa um aðsókn á WTM í frétt á vef sýningarinnar


Inga Birna Ragnarsdóttir hjá Flugfélagi Íslands og mæðginin Signý
Guðmundsdóttir hjá Guðmundi Jónassyni Travel og Árni Gunnarsson hjá
Flugfélagi Íslands.


Strákarnir á Borginni og Arnar, gæti þessi mynd heitið. Páll Jónsson, KEA Hótels;
Arnar Már Arnþórsson, Hertz og Ólafur Þorgeirsson, Hótel Borg.