Metfjöldi erlendra ferðamanna árið 2005
-Tæplega 375 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í fyrra
Erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands fjölgað um 14.000 á nýliðnu ári, eða sem nemur 3,9%. Á árinu 2004 voru þeir rúmlega 360.000 en fjölgaði í um 374.400 á árinu 2005. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi ferðamanna aukist um 30%. Sé horft yfir lengra tímabil má meðal annars sjá að árleg fjölgun síðastliðin áratug er að meðaltali 11%.
Mest aukning frá Bandaríkjunum og Asíu
Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs segir að það sé athyglisvert að nærmarkaðirnir sem hafi verið í hvað mestum vexti undanfarin misseri séu nú að hægja á vexti en á móti vegi að fjærmarkaðir eins og Bandaríkin og Asía séu í meiri vexti en áður. Ennþá er ferðamönnum að fjölga yfir veturinn og sem dæmi má taka að fjöldi ferðamanna í október sl. hafi verið jafn og í júní fyrir 4 árum.
Í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð er hægt að skoða skiptingu ferðamanna eftir þjóðernum. Bretar eru sem fyrr fjölmennastir þeirra sem hingað koma og voru 58.500 á árinu 2005. Bandaríkjamenn voru 54.600 og Þjóðverjar 37.400. Sé horft á skiptingu eftir markaðssvæðum eru Norðurlandabúar fjölmennastir, 94.000. Í talningum Ferðamálastofu eru íbúar 14 landa taldir sérstaklega en aðrir eru taldir saman. Verulega fjölgaði í þeim hópi í fyrra, m.a. frá Kína. Af einstökum löndum er langmest aukning frá Bandaríkjunum, 6.200 manns eða rúm 11%.
Langflestir ferðamenn sem hingað koma fara um Keflavíkurflugvöll. Alls voru þeir 361.187í fyrra, samanborið við 348.533 árið 2004. Með Norrænu komu rúmlega 8.000 gestir á árinu 2005, sem er fjölgun um 2,8% og með öðrum skipum og öðrum millilandaflugvöllum en Keflavík er áætlað að 5.200 erlendir ferðamenn hafi komið. Alls gerir þetta 369.400 gesti sem fyrr segir.
Þessu til viðbótar komu um 56.000 gestir með skemmtiskipum til landsins í fyrra.
Heildarfjöldi ferðamanna 2004 og 2005 skiptist þá þannig:
2004 2005 Mism. % Leifsstöð 348533 361187 7619 2,19% Norræna 7859 8079 220 2,80% Aðrir 4000 5200 1200 30,0% 360392 374466 14074 3,9%
Allt árið 2004 og 2005
2004
2005
Mism.
%
Bandaríkin
48.366
54.631
6.265
13,0%
Bretland
59.856
58.560
-1.296
-2,2%
Danmörk
32.845
34.952
2.107
6,4%
Finnland
7.460
8.373
913
12,2%
Frakkland
21.482
20.516
-966
-4,5%
Holland
11.014
11.158
144
1,3%
Ítalía
9.470
8.972
-498
-5,3%
Japan
6.525
6.119
-406
-6,2%
Kanada
3.481
3.446
-35
-1,0%
Noregur
26.746
24.541
-2.205
-8,2%
Spánn
5.613
6.436
823