Metfjöldi erlendra ferðamanna í janúar
Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Árið fer því vel af stað.
Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.
Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum. Um þúsund fleiri Norðurlandabúar fóru frá landinu í janúar en í sama mánuði árið 2010 og sama má segja um N.-Ameríkana og gesti frá Mið- og S-Evrópu. Þúsund fleiri gestir frá hvoru markaðssvæði fyrir sig fóru um Leifsstöð í nýliðnum janúarmánuði en í janúar 2010.
Fleiri Íslendingar fara utan
Umtalsvert fleiri Íslendingar fóru utan í janúar í ár en í fyrra, 22.700 fóru utan í ár, tæplega þrjú þúsund fleiri en árinu áður þegar tæplega 20 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 14,2% á milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ | ||||
Janúar eftir þjóðernum | ||||
Breyting milli ára | ||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |
Bandaríkin | 2.077 | 2.909 | 832 | 40,1 |
Bretland | 4.312 | 4.526 | 214 | 5,0 |
Danmörk | 1.232 | 1.625 | 393 | 31,9 |
Finnland | 275 | 443 | 168 | 61,1 |
Frakkland | 796 | 1.451 | 655 | 82,3 |
Holland | 669 | 698 | 29 | 4,3 |
Ítalía | 252 | 301 | 49 | 19,4 |
Japan | 767 | 835 | 68 | 8,9 |
Kanada | 241 | 352 | 111 | 46,1 |
Kína | 226 | 183 | -43 | -19,0 |
Noregur | 1.489 | 1.506 | 17 | 1,1 |
Pólland | 503 | 521 | 18 | 3,6 |
Rússland | 165 | 237 | 72 | 43,6 |
Spánn | 201 | 301 | 100 | 49,8 |
Sviss | 229 | 315 | 86 | 37,6 |
Svíþjóð | 1.525 | 2.033 | 508 | 33,3 |
Þýskaland | 1.374 | 1.538 | 164 | 11,9 |
Annað | 2.449 | 2.488 | 39 | 1,6 |
Samtals | 18.782 | 22.262 | 3.480 | 18,5 |
Janúar eftir markaðssvæðum | ||||
Breyting milli ára | ||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |
Norðurlönd | 4.521 | 5.607 | 1.086 | 24,0 |
Bretland | 4.312 | 4.526 | 214 | 5,0 |
Mið-/S-Evrópa | 3.521 | 4.604 | 1.083 | 30,8 |
Norður Ameríka | 2.318 | 3.261 | 943 | 40,7 |
Annað | 4.110 | 4.264 | 154 | 3,7 |
Samtals | 18.782 | 22.262 | 3.480 | 18,5 |