Fara í efni

Metfjöldi í september hjá Upplýsingamiðstöð Ferðamála í Reykjavík

upplmidstod
upplmidstod

Síðastliðinn september heimsóttu 29.170 manns Upplýsingamiðstöð Ferðamála Aðalstræti 2 og hafa þeir aldrei verið fleiri í septembermánuði frá upphafi mælinga.

Fjöldi gesta hefur verið mældur síðan 2002 en komu 7.465 ferðamanna á upplýsingamiðstöðina.

?Þrátt fyrir meðaltalslækkun fyrstu 8 mánuði ársins upp á 8,6% virðist heildarfjöldi heimsókna stefna í yfir  300.000 gesti sem er 2. besta ár hjá Upplýsingamiðstöðinni. Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli virðist reyndin vera sú að markaðsvinna eftir gosið sé að skila sér, hópar sem áttu bókað í vor og urðu að afbóka vegna flugsamgangna eru að skila sér í töluverðum mæli nú í september og október," segir í tilkynningu.