Fara í efni

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

Ferðaþjónusta bænda nær viðmiðum Green Globe 21
Ferðaþjónusta bænda nær viðmiðum Green Globe 21

Útlit er fyrir að metfjöldi skemmtiferðaskipa komi til landsins í sumar. Þetta er ánægjuleg þróun en á 10 síðustu árum hefur fjöldi skemmtiferðaskipa sem kemur til Reykjavíkur þrefaldast.

Í sumar er áætlað að 69 skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn, af öllum stærðum og gerðum, og er það aukning frá því í fyrra þegar 58 skip komu til landsins. Árið 1993 voru skipin hins vegar 22. Sama þróun hefur átt sér stað á Akureyri en þangað hafa 53 skip boðað komu sína í sumar, samanborið við 45 í fyrrasumar.

Meiri dreifing farþega
Fjölgun skemmtiferðaskipa er m.a. árangur öflugs markaðsstarfs hafna landsins og fleiri aðila og má í því sambandi nefna samtökin Cruse Iceland sem formlega voru stofnuð á síðasta ári. Þá hefur sú þróun einnig átt sér stað að skipin hafa viðkomu í fleiri höfnum hérlendis en áður var þannig að farþegar dreifast meira um landið, eru að fara í fleiri ferðir og skilja þannig meira eftir. Þá hefur færst í vöxt að farþegaskipti eigi sér stað hérlendis þannig að nýir farþegar séu að koma með flugi og aðrir að hverfa til síns heima.


Skemmtiferðaskipið Discovery við bryggju
á Akureyri.