Fara í efni

Mid-Atlantic ferðakaupstefnan haldin í 20. sinn

Mitatlantic
Mitatlantic

Ferðakaupstefnan Mid-Atlantic 2012, sem hefst í Laugardalshöll í gær, er nú haldin í 20. sinn. Kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands. Hún er árlegur lykilviðburður í ferðaþjónustunni. Hún stendur nú yfir dagana 2.-5. febrúar og fer fram í Laugardalshöllinni.

„Við fögnum því nú að halda Mid-Atlantic í 20. sinn á 75. afmælisári Icelandair og það er mikið ánægjuefni að kaupstefnan er sú langstærsta frá upphafi og nýir þátttakendur víða að sækjast eftir þátttöku", segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, í fréttatilkynningu.

Fulltrúar á Mid-Atlantic eru nú um 650 alls frá 15 löndum. Að þessu sinni koma um 420 erlendir fulltrúar frá þeim löndum sem hafa mikil ferðaþjónustutengsl við Ísland í Evrópu og Norður-Ameríku.

Nánar á vef Mid-Atlantic