Fara í efni

Minni hálendisumferð að mati Landsbjargar

Hálendisgæsla
Hálendisgæsla

Núna í ágúst komu síðustu björgunarmenn Slysavarnarfélagsins landsbjargar til byggða eftir að hafa staðið vaktina á hálendinu. Alls tóku 29 sveitir þátt í verkefninu í sumar og skiluðu sem samsvarar 923 vinnudögum.

Fjöldi aðstoðarbeiðna barst og er unnið af því að taka þær saman en að venju voru þær af öllum toga. Flestar sem betur fer í minni kantinum eins og sprungin dekk eða festur en einnig komu til kasta hópanna stærri og torleystari verkefni. Það er samdóma álit hópanna að umferð um hálendið hafi verið minni í sumar en jafnan áður síðan þetta verkefni hófst og því má allt eins reikna með fækkun aðstoðarbeiðna en einnig var haldið á Sprengisand síðar en vanalega þar sem sú leið opnaði seinna en í meðalári. Að venju voru hóparnir staðsettir á Kjalvegi, á Sprengisandsleið, á svæðinu norðan Vatnajökuls og að Fjallabaki.

Mynd: Af vef Landsbjargar. Ferðalangi á hálendinu ofan Eyjafjarðar komið til hjálpar.