Fara í efni

Möguleikar á styrkjum í norrænu samstarfi

Gullfoss
Gullfoss

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur utan um átaksverkefni um markvissa upplýsinga-miðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið er að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í norræna styrkja- og stuðningsmöguleika.

Nú er búið að bæta verulega við það yfirlit sem er yfir möguleika á  styrkjum í norrænu samstarfi, á vefsíðunni: www.norraentsamstarf.is Þar eru styrkjamöguleikar flokkaðir eftir sviðum og heildaryfirlit umsóknafresta næstu mánuðina, auk þess sem lýst er eftir umsóknum á ýmsum sviðum í fréttum á síðunni.

Frumkvæði að verkefninu kom frá Norrænu ráðherranefndinni, sem fjármagnar það. Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar frá utanríkis-, iðnaðar- og menningar- og menntamálaráðuneyti.