Fara í efni

My Iceland Travel Guide fyrir iPhone færir ferðamönnum Ísland í aðra hönd

my iceland
my iceland

Nú geta erlendir ferðamenn fengið meira út úr ferðinni til Íslands með því að nýta sér ferðaforritið My Iceland Travel Guide fyrir iPhone. Þetta nýja smáforrit eða “app” er hannað til að mæta þörfum ferðamanna á Íslandi en hefur einnig fengið góðar undirtektir hjá íslenskum iPhone notendum. Forritið býr yfir upplýsingum um vel yfir þúsund atriði og krefst ekki gagnatengingar, en býður upp á fleiri möguleika þegar hún er til staðar, segir í frétt frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu SensiLogic, sem þróað hefur forritið.

Notendur geta fundið upplýsingar um margvíslega ferðatengda þjónustu, svo sem hjólaferðir, hundasleðaferðir, snjósleðaferðir og hvalaskoðun, svo eitthvað sé nefnt.

Ferðaþjónustufyrirtækjum býðst að koma sér á framfæri í gegnum My Iceland Travel Guide þeim að kostnaðarlausu með því að senda póst á myiceland@sensilogic.com með viðeigandi upplýsingum.

Frekari upplýsingar má finna á http://www.facebook.com/sensilogic

Vefsíða SensiLogic
http://www.sensilogic.com/

My Iceland Travel Guide í App Store Apple
http://itunes.apple.com/app/my-iceland-travel-guide/id464793178?mt=8