Myndir frá ársfundi Iceland Naturally
Eins og fram hefur komið var ársfundur Iceland Naturally haldinn í liðinni viku og þar tilkynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera nýjan samning um framhald verkefnisins.
Núverandi fimm ára samningstími Iceland Naturally rennur út í árslok og mun þá taka við nýr samningur sem gildir til næstu fjögurra ára. Um einni milljón Bandaríkjadala hefur verið varið til verkefnisins árlega og er gert ráð fyrir að það verði með svipuðum hætti áfram. Verkefnið þykir hafa skilað góðum árangri en um er að ræða samstarf samgönguráðuneytisins og sjö íslenskra fyrirtækja, sem selja vörur og þjónustu vestanhafs. Kynningin hefur beinst að ákveðnum hópum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhuga á að vita meira um Ísland, kaupa íslenskar vörur eða ferðast til landsins. Meðfylgjandi myndir tók Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, á ársfundinum.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ferðamála í Samgönguráðuneytinu.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Thomas Möller, formaður Iceland Naturally, handsala nýtt samkomulag.
Framkvæmdastjórn Iceland Naturally með samgönguráðherra. Efri röð f.v.: Einar Gústavsson, Sturla Böðvarsson og Thomas Möller. Neðri röð f.v.: Hannes Heimisson, Pétur Ómar Ágústsson og Pétur Óskarsson.