Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva verður haldið þann 2. júní næstkomandi kl. 12:45-15:15. Sú nýbreytni er að þessu sinni að námskeiðið verður haldið á menntabrúnni og verða móttökustaðir í símenntunarmiðstöðvunum á Selfossi, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Borgarnesi og í Reykjavík. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Elías Bj. Gíslason forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri, Knútur Karlsson forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri og Erla Björg Guðmundsdóttir rekstrar- og viðskiptafræðingur.
Þátttökugjald er 2.900 og skráning fer fram í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is eða í síma: 464-9990.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 1. júní næstkomandi.