Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 8. júní. Allt frá 1993 hefur Ferðamálastofa haldið námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið á Hótel Loftleiðum í þingsal 8. og hefst það kl. 12:45.
Ferðakostnaður greiddur
Til að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að (hafa samband við Elías 535 5510), annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð. Dagskráin hefst kl.12:45 þriðjudaginn 8. júní og lýkur kl. 16:00 þannig að flestir sem koma og fara með flugi geta farið fram og til baka samdægurs.
Skráning
Endilega tilkynnið þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi á hádegi 7. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.
Dagskrá:
12:45 ? 13:00 Skráning þátttakenda of afhending gagna
13:00 ? 13:15 Fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?
Elías Bj Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu.
13:15 ? 14:00 Daglegt starf á upplýsingamiðstöð
Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöð Reykjavíkur
14:00 ? 14.20 Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu
Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri Ferðamálastofu
14:20 - 14:40 Öryggi ferðamanna á Íslandi.
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri Landsbjargar
14:40 ? 15:00 Kaffi / te
15:00 ? 15:50 Ferðafólk kemur til að upplifa ? veitum þeim skemmtilega upplifun og góða þjónustu
Gísli Blöndal, ráðgjafi
16:00 Samantekt og námskeiðslok.