Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva miðvikudaginn 3. júní næstkomandi.
Allt frá 1993 hefur Ferðamálastofa haldið námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva. Námskeiðið hefur verið haldið með mismundi sniði og staðsetningar hafa verið ýmist í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum eða í gegnum fjarfundarbúnað sem sent hefur verið til allra landshluta. Að þessu sinni verður námskeiðið í Listasafni Reykjavíkur, Hanfarhúsinu og hefst kl. 10.
Ferðakostnaður greiddur
Til að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að, annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð. Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl.10:15 og ljúki kl. 16:20 þannig að flestir sem myndu koma og fara með flugi gætu farið fram og til baka samdægurs.
Kynningar frá landshlutum
Ein af nýjungunum þetta árið er að fulltrúar frá hverjum landshluta verða með stutta kynningu á sínu svæði í máli og myndum. Í lok námskeiðsins býðst þeim sem það kjósa að fara í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið og myndi sú ferða standa frá um kl. 16:40 ? 18:45 og svo sameiginlegur kvöldverður.
Skráning
Endilega tilkynnið þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi á hádegi 2. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.
DAGSKRÁ:
10:00-10:15 | Skráning og afhending gagna. |
10:15-10:30 | Fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar? Elías Bj Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu |
10:30-11:15 | Daglegt starf á upplýsingamiðstöð Drífa Magnúsdóttir, upplýsingamiðstöð Reykjavíkur |
11:15-11:35 | Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu |
11:35-11:50 | ?Have a safe jorney? kynning á bæklingi og myndbandi frá Umferðarstofu Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu |
11:50-12:45 | - Hádegisverðarhlé - |
12:45-13:05 | Má tjalda hvar sem er? Náttúruvermd og þjóðgarðar á Íslandi Umhverfisstofnun |
13:05-13:25 | Öryggi ferðamanna á Íslandi. Jónas Guðmundsson, Markaðsstofu Vesturlands |
13:25-14:15 | Sölutækni og góð þjónusta, er hægt að sameina þetta tvennt? Hansína B. Einarsdóttir, hótelstjóri Hótel Glym |
14:15-14:35 | - Kaffi / te - |
Kynningar frá landshlutum | |
14:35-14:50 | Kynning frá Reykjanesi |
14:50-15:05 | Kynning frá Vesturlandi |
15:05-15:20 | Kynning frá Vestfjörðum |
15:20-15:35 | Kynning frá Norðurlandi |
15:35-15:50 | Kynning frá Austurlandi |
15:50-16:05 | Kynning frá Suðurlandi |
16:05-16:20 | Kynning frá Höfuðborgarstofu |
16:20 | Samantekt og námskeiðslok |
Ef næg þátttaka fæst: (lágmark er 10 manns) | |
16:40-18:45 | Kynnisferð um höfuðborgarsvæðið |
19:00 | Kvöldverður |