Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva haldið á menntabrúnni
Ferðamálastofa heldur námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 5. júní næstkomandi kl. 12:45-15:15. Í fyrra var námskeiðið haldið í Reykjavík en í ár verður námskeiðið á menntabrúnni.
Móttökustaðir verða í símenntunarmiðstöðvunum á Egilsstöðum, Höfn, Selfossi, Reykjanesbæ, Ísafirði, Borgarnesi, Sauðárkróki og Akureyri. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu; Claudia Lobindzus, f.v. starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri; Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu og Erla Björg Guðmundsdóttir, rekstrar- og viðskiptafræðingur.
Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð stöðvanna verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið.
Þátttökugjald er 3.900 og skráning fer fram í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is eða í síma: 464-9990. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 2. júní næstkomandi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hverjum stað er þrír.
Dagskrá:
12:45 ? 13:00 | Skráning þátttakenda og afhending gagna. |
13:00 ? 13:20 | Þeir koma og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar? Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu |
13:20 ? 13:50 | Daglegt starf á upplýsingamiðstöð. Claudia Lobindzus, f.v. starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri. |
13:50 ? 14:00 | Handbók Ferðamálastofu Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu |
14:00 ? 14:10 | Kaffi |
14:10 ? 15:00 | Þjónusta, þjónusta og þjónusta! Erla Björg Guðmundsdóttir, rekstrar- og viðskiptafræðingur |
15:15 | Námskeiðslok |
Þátttaka tilkynnist í síma 464 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 2. júní n.k.
Mynd: Frá Neðstakaupstað á Ísafirði
/Ingi Gunnar Jóhannsson.