Námskeið leiðsöguskólans á vorönn
Leiðsöguskólinn býður starfsfólki í ferðaþjónustu að taka þátt í vornámskeiðum skólans. Í boði eru sex námskeið og má með sanni segja að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi.
Athugið að tvö námskeið eru í boði á sama tíma. Kennt verður í stofu N20 og nærliggjandi stofum á 2. hæð í norðurálmu Menntaskólans í Kópavogi og helgarnámskeiðin á vettvangi. Áhugasamir skrái sig hjá Önnu Vilborgu Einarsdóttur í s. 594 4025 eða á netfangið lsk@mk.is.
1. Norræn goðafræði og Íslendingasögur, kl. 19:15 ? 22:05
Verð: 5.000 kr.
Umsjón: Guðbjörn Sigurmundsson og Sigríður Þórðardóttir.
1. 17. jan. Norræn goðafræði og Egils saga
2. 24. jan. Njáls saga
3. 31. jan. Grettis saga
4. 7. febr. Hrafnkels saga og Laxdæla
2. Að segja sögu, kl. 19:15 ? 22:05
Verð: 5.000 kr.
Umsjón: Sigurbjörg Karlsdóttir.
Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í sagnahefðina, hvað gerir einhvern að góðum sögumanni og hvað skiptir máli þegar kemur að því hvernig segja á frá eða halda áhuga hlustenda.
1. 14. febr. Almennur fróðleikur um sagnalistina. Léttar æfingar.
2. 21. febr. Hvernig verður sagan til og hvernig munum við söguna?
3. 28. febr. Hópavinna, unnið verður með sögur sem tengjast þátttakandanum.
4. 7. mars Sagnahátíð. Allir spreyta sig á sögunum sem þeir hafa unnið með.
3. Afþreying og þjónusta kl. 19:15 ? 22:05
Verð: 6.000 kr.
Ferðamálafulltrúar og forstöðumenn upplýsingamiðstöðva á viðkomandi svæðum kynna afþreyingu og þjónustu við leiðsögumenn og annað starfsfólk í ferðaþjónustu.
1. 14. febr. Reykjavík/Reykjanes
2. 21. febr. Vesturland/Vestfirðir
3. 28. febr. Norðurland
4. 7. mars Austurland
5. 14. mars Suðurland/Vestmannaeyjar
4. Bland í poka, kl. 19:15 ? 22:05
Verð: 5.000 kr.
1. 21. mars Pælingar um náttúru og ferðaþjónustu. Andri Snær Magnason
rithöfundur.
Hegðun á jöklum. Þór Kjartansson.
2. 28. mars Hellar. Björn Hróarsson.
3. 4. apríl Stjörnur og norðurljós. Snævarr Guðmundsson.
4. 25. apríl Jurtir og notkun þeirra í ferðaþjónustu. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir.
Ísl. rúnir/dulrænir atburðir, álfar o.fl. Sigrún Nikulásdóttir.
5. Fjallamennska 1. Helgin 18. ? 19. febr.
Verð: 19.000 kr.
Áhersla verður lögð á grundvallaratriði vetrarfjallamennsku.
6. Ferðamennska á jöklum. Helgin 11. ? 12. mars.
Verð: 19.000 kr.
Þátttakendur fá þjálfun í að þekkja jökla og hættur samfara ferðalögum á jöklum.