Námskeið um lagfæringar á mosaskemmdum
Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orka náttúrunnar efna til sameiginlegs námskeiðs í samstarfi við Kötlu jarðvang, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um lagfæringar á mosaskemmdum.
Fjallað verður um ýmsar aðferðir sem hafa verið þróaðar og sumar þeirra verða síðan prófaðar í verklegum æfingum.
Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum því aðferðirnar geta nýst víða. Bæði til þess að lagfæra skemmdir vegna framkvæmda, utanvegaaksturs og síðast en ekki síst vegna aukins ágangs ferðamanna og útivistarfólks.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta og möguleiki er að skrá sig á annan þeirra. Sá fyrri fer fram á Keldnaholti í Reykjavík en sá seinni á Kirkjubæjarklaustri með áherslu á Eldhraun.
Báðir hlutarnir byggja á fyrirlestrum og verklegum æfingum þar sem m.a. verður freistast til þess að lagfæra gamlar mosaskemmdir í nágrenninu.
Fyrri hluti á Keldnaholti í Reykjavík. 8. September, kl. 9:30 – 17:00
Leiðbeinendur:
Magnea Magnúsdóttir, Landgræðslustjóri Orku náttúrunnar
Ása Lovísa Aradóttir, Sviðstjóri rannsókna hjá Landbúnaðarháskólanum
Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Seinna námskeið á Kirkjubæjarklaustri 22. September, kl. 11:00 – 17:00
Leiðbeinendur:
Ágústa Helgadóttir, sérfræðingur, Landgræðsla ríkisins
Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar Vatnajökulsþjóðgarði
Kári Kristjánsson, landvörður Vatnajökulsþjóðgarði.
Skráning og frekari upplýsingar: orn@land.is