Nenty Travel ehf.
Ferðaskrifstofuleyfi félagsins Nenty Travel ehf., kt.570815-0750, Barrholti 23, 270 Mosfellsbæ, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu þar sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 um skil ársreikninga og annarra gagna sem eru nauðsynleg við mat á fjárhæð tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.
Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Samkvæmt 25. gr. er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Með vísan til 27. gr. er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð fyrir 7. júní nk.
Kröfulýsingu skal senda inn rafrænt í gegnum Ísland.is. Undir þjónustuflokknum Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis er að finna sérstakt form sem þarf að fylla út. Með kröfulýsingu skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem lýsingu á ferð, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Ef kröfuhafi hefur ekki íslenska kennitölu skal senda formlega kröfu á krofur@ferdamalastofa.is. Nánari upplýsingar á ensku má finna á vef Ferðamálastofu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500, á netspjalli stofnunarinnar eða á netfanginu krofur@ferdamalastofa.is.
Ferðamálastofa