Fara í efni

Nokkrir punktar varðandi innlendamarkaðssetningu og annað áhugavert á vegum

Útvarp
Í sumar verða ferðapistlar á Rás 2 sem verða í boði Ferðamálaráðs. Pistlarnir verða sendir út á miðvikudögum og fimmtudögum í allt sumar í þættinum Hvítir Mávar sem Gestur Einar Jónasson hefur umsjón með. Pistlarnir verða unnir af dagskrárgerðarfólki útvarpsins.  Umfjöllunarefnið verður ýmis landsvæði og afþreyingarmöguleikar fyrir landann og aðra gesti.

Blað "Gaman að sjá þig"
Í endaðan maí/byrjun júní verður ferðablaði FMR dreift um land allt í um 80 þús. eintökum. Blaðið verður 48. bls. umfjöllunarefnið verður að miklum hluta um afþreyingarmöguleika, einnig umhverfisþáttinn og landshlutana ásamt ýmiskonar fróðleik tengdum ferðalögum.

Auglýsingar í Morgunblaðið
Alla fimmtudaga frá 1. júní til 31. ágúst verður dálkur um hvað verður á döfinni næstu sjö daga sem áhugavert væri að skoða. Þarna verður okkur ekkert heilagt, þ.e. allt áhugavert á aðgang í þennan dálk. Þarna verður ekki um ítarlega umfjöllun að ræða, en fólki bent á að hafa  samband við upplýsingamiðstöðvarnar til að fræðast nánar. Þeir sem hafa ábendingar eru beðnir um að senda upplúsingar á eliasgi@icetourist.is

Bílinn allan heim, enga varahluti á hálendinu
Þetta er nafn á hreinsunarátaki sem Ferðamálaráð á samt samstarfsaðilum stendur fyrir seinnipart sumars. Farið verður um alla helstu hálendisvegi landsins og varahlutir og annað rusl hreinsað. Samtals verða hreinsaðir rúmlega 1300 km. þessar þrjár vikur sem verkefnið stendur yfir.
Meðal samstarfsaðila Ferðamálaráðs í verkefninu eru: Hekla, Höldur bílaleiga, Olís og Stíll auglýsingastofa.

EBJ maí 2000