Nordic Visitor í VAKANN
13.12.2013
Hafdís Þóra og Þórlaug með viðurkenningu VAKANS.
Ferðaskrifstofan Nordic Visitor er nýjasti þátttakandinn í gæðakerfi VAKANS, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Ferðaskrifstofan var stofnuð árið 2002 og sérhæfir sig í ferðum um Norðurlöndin.
Aðalskrifstofa Nordic Visitor er á Íslandi en einnig er ferðaskrifstofan með útibú í Stokkhólmi. Nordic Visitor býður upp á pakkaferðir og sérsniðar ferðir og mikil áhersla er lögð á gæði og góða þjónustu. "Við erum sérlega ánægð að fá þetta öfluga fyrirtæki til liðs við okkur," segir Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu.
Á myndinni eru Hafdís Þóra Hafþórsdóttir og Þórlaug Sæmundsdóttir hjá Nordic Visitor sem veittu viðurkenningu VAKANS viðtöku.