Notkun erlendra ferðamanna á ferðaritum
Út er komin samatekt á notun erlendra ferðamanna á nokkrum ferðaritum sumarið 2008. Könnun var gerð meðal erlendra brottfararfarþega í Leifsstöð og unnin af Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf.
Könnunin var unnin fyrir Heim, Iceland Travel Mart, Markaðsnetið, Reykjavík Grapevine og Samband Íslenskra Auglýsingastofa (SÍA). Þar var kannað hvort viðkomandi hefðu nýtt sér eftirtalin ferðarit og hvað þeim þætti um gæði þeirra:
Around Iceland / Rund um Island
The Reykjavík Grapevine
Visitor´s Guide / Visitor´s Guide Deluxe
What´s on in Reykjavík
Reykjavik City Guide
Flestir notuðu Around Iceland og Rund um Island
Meðal helstu niðurstaðna er að 60% þátttakenda í könnuninni nýttu sér eitthvert af þeim ferðaritum sem spurt var um og allmargir þeirra nýttu sér tvö þeirra eða fleiri. Flestir, eða 35% þátttakenda, nýttu sér Around Iceland / Rund um Island, 27% notuðu Visitor´s Guide / Visitor´s Guide Deluxe, 14% What´s on in Reykjavík, 12% The Reykjavík Grapevine og 9% nýttu sér Reykjavik City Guide. Ferðaritin fengu meðaleinkunn á bilinu 7,1 til 7,7 þegar spurt var um gæði þeirra.
Við spurningunum um notkun á ferðaritunum fengust 736 svör og voru 704 þeirra nothæf. Við úrvinnslu niðurstaðna eru ferðamenn sem þátt tóku í könnuninni fyrst skoðaðir sem heild en síðan m.t.t. kyns, aldurshópa, menntunar og búsetu (markaðssvæða). Jafnframt eru þeir greindir eftir tilgangi ferðar, eftir því hvort þeir höfðu komið áður til Íslands eða ekki, eftir dvalarlengd á Íslandi, ferðamáta (á eigin vegum eða hópferð) og föruneyti, eftir flugfélagi sem þeir nýttu til landsins, gistimáta og útgjöldum á Íslandi. Erlendu ferðamennirnir eru flokkaðir eftir sex markaðssvæðum hvað búsetu varðar. Gestir með búsetu utan þeirra svæða eru hafðir saman undir önnur svæði.
Skoða skýrsluna í heild: Notkun erlendra ferðamanna á nokkrum ferðaritum sumarið 2008